Úrskurður í máli nr. 386/2011 hjá Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Í málinu var deilt um atvik vinnuslyss sem M lenti í þegar hann var við verkamannastörf hjá verktakafyrirtækinu V í Héðinsfjarðargöngum. Unnið var við að færa til vinnupalla úr tré. Slysið varð með þeim hætti að M fór upp á vinnupall í þeim tilgangi að festa stroffur upp á krók svo hægt væri að flytja […]

Úrskurður í máli nr. 323/2011 hjá Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Þann 15. nóvember 2009 skar M sig á löngutöng vinstri handar. M leitaði samdægurs á slysa- og bráðadeild Landspítalans. Skurðsárið var saumað saman með hefðbundnum hætti. Tveimur dögum síðar, 17. nóvember 2009, leitaði M á ný á slysadeildina og reyndist þá með sveigju um fjærlið fingursins sem var talin merki um réttisinaskaða. Að höfðu samráði […]

Úrskurður í máli nr. 311/2011 hjá Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Í málinu var deilt um atvik umferðarslyss sem M lenti í en tryggingafélagið taldi að M hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar hún tók sér far með ökumanni sem var óhæfur að stjórna ökutæki í skilningi 45.gr.a. umferðarlaga. M hélt því fram að hún hefði ekki vitað um ástand ökumannsins enda höfðu þau eingöngu ekið […]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3369/2010

Stefnandi, umbj. Fulltingis, lenti í umferðarslysi í apríl 2008. Afstaða tryggingafélagsins var frá upphafi sú að skerða ætti bætur vegna líkamstjóns stefnanda um helming vegna meints stórkostlegs gáleysis hans. Félagið byggði á því að stefnandi hefði ekið of hratt samkvæmt vitnum og á vanbúinni bifreið vegna ófullnægjandi dekkjabúnaðar, ryðskemmda á hemlabúnaði og þar sem hraðamælir […]

Úrskurður í máli nr. 115/2011 hjá Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Í málinu var deilt um atvik slyss sem M lenti í þegar hann var að sópa á vinnusvæði  og steig í sprungu á steyptum palli og féll við það aftur fyrir sig með þeim afleiðingum að hann brákaðist á hægri handlegg. Hvorki lögregla né Vinnueftirlit voru kölluð á staðinn heldur framkvæmdi vinnuveitandi sjálfur athugun á […]

Úrskurður í máli nr. 218/2011 hjá Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Í málinu var deilt um atvik vinnuslyss sem M lenti í þegar hann var að setja upp loftplötur. Slysið varð með þeim hætti að M ætlaði að stökkva á milli vinnupalla þegar honum strikaði fótur og féll til jarðar á milli vinnupallana með þeim afleiðingum að hann hlaut töluvert líkamstjón. Vátryggingafélag vinnuveitandans hafnaði bótaskyldu úr […]

Úrskurður í máli nr. 29/2011 hjá Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Í málinu var deilt um atvik slyss sem M lenti í er hann vann við að setja upp varmaskipti í loftræstiklefa. Var M staddur inni í varmaskiptinum þegar festingar gáfu sig og varmaskiptirinn féll saman en við það klemmdist M á milli efri og neðri hluta varmaskiptisins. Þegar samstarfsmenn reyndu að losa M brotnaði öryggisplata […]

Úrskurður í máli nr. 409/2010 hjá Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Í málinu var deilt um rétt barna G til bóta vegna missis framfæranda, en G lést í vinnuslysi 2009. G vann sem sjálfstæður verktaki hjá A og var að vinna við að skipta út bárujárni á þriggja hæða íbúðarblokk þegar hann rann og féll fram af þakinu 9 metra niður á grasflöt og lést. Vátryggingafélag […]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands í máli nr. E-22/2010

Stefnandi málsins slasaðist alvarlega þegar hann var að leik á vélsleða ásamt tveimur öðrum. Var leikur þeirra fólginn í því að stökkva á vélsleðum yfir veg og keyra aftur yfir veginn tilbaka. Slysið atvikaðist þannig að stefnandi varð fyrir skíði vélsleða sem var stokkið yfir veginn er hann var við það að koma upp á veginn […]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-488/2010

Í málinu var deilt um atvik slyss sem stefnandi lenti í við störf sín fyrir stefnda, Alcan í Straumsvík, þegar lyftari ók á hann. Stefndi hafði fallist á bótaskyldu í málinu en taldi stefnanda hafa sýnt af sér gáleysi og bæri því 50% eigin sök á slysinu. Stefndi hafði ekki kallað til Vinnueftirlit ríkisins eins […]