IS / EN / PL

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4766/2011

B varð fyrir slysi er hann féll um járnrör á leið sinni út af vinnustað sínum í Reykjavík. Á slysdegi var vann fyrirtækið C ehf. að byggingu vinnupalla við vinnustað B og við inngang að lager vinnustaðarins hafði stæðu af pallefni verið komið fyrir, en út úr þessari stæðu stóð járnstöngin. B kvaðst fyrir dómi hafa verið að ganga út af lagernum með vörur í fanginu er hann hrasaði um járnstöngina og lenti illa í jörðinni með þeim afleiðingum að hann slasaðist á báðum höndum. B byggði á því að frágangur starfsmanna C ehf. við uppsetningu vinnupallanna hafi verið óviðunandi og valdið slysahættu. Gagnaðili byggði á því í málinu að ósannað væri að slysið hefði átt sér stað en með framburði vitna fyrir dómi þótti sannað að málsatvik hafi verið með þeim hætti sem B lýsti.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að frágangur  pallaefnisins hafi leitt til þess að B hlaut áverka og að þeim áverkum hafi verið valdið af gáleysislegum frágangi pallaefnisins. Lagt var til grundvallar að starfsmenn C ehf. hafi skilið við pallaefnið með þessum hætti og því var skaðabótaábyrgð C ehf. viðurkennd.

Fleiri greinar