AFLEIÐING LÆKNISMEÐFERÐAR

Einstaklingur, sem telur sig bera varanlegar afleiðingar vegna meðferðar heilbrigðisstarfsmanns (t.d. læknis eða hjúkrunarfræðings), hvort sem um er að ræða á sjúkrahúsi eða á einkastofu, getur átt rétt á bótum vegna þess.

Ekki er skilyrði að um mistök hafi verið að ræða, heldur getur t.d. verið um að ræða fylgikvilla meðferðar eða rannsóknar sem er meiri en svo að sanngjarnt teljist að láta sjúklinginn bera bótalaust. Mikilvægt er að viðkomandi einstaklingur ráðfæri sig við lögmann um rétt sinn. Fyrsta viðtal er alltaf ókeypis hjá okkur.