Við erum Fulltingi

Fulltingi er framsækin og traust lögmannsstofa sem veitir einstaklingum þjónustu á sviði skaðabóta og vátryggingaréttar. Hlutverk okkar er að leysa vel úr málum fólks, ráða því heilt og stuðla að því að hver og einn fái þær bætur sem hann á rétt á.

Við tökum á móti viðskiptavinum sem aufúsugestum og umgöngumst allt fólk af virðingu og hreinskiptni. Við stöndum við gefin loforð og höfum trúnað í fyrirrúmi.

Sérstaða okkar

Starfsmenn okkar eru sérhæfðir á sviði skaðabóta- og vátryggingaréttar og hafa margir hverjir áratuga reynslu í meðferð slysa- og skaðabótamála.

Styrkleiki okkar

Styrkleiki okkar felst í víðtækri þekkingu, reynslu og sérhæfingu. Þjónusta okkar einkennist af styrkri stjórn á hverju og einu máli og síðan en ekki síst, óbilandi vilja til að ná árangri í þágu viðskiptavina okkar.

Við tökum vel á móti þér,

Starfsfólk Fulltingis

VIÐ KÖNNUM RÉTT ÞINN Á BÓTUM

Fulltingi þér við hlið