LÍKAMSÁRÁS

Einstaklingur, sem lendir í líkamsárás, getur átt rétt á bótum frá árásarmanninum. Áður en til þess kemur er nauðsynlegt að kæra árásina til lögreglunnar sem í kjölfarið upplýsir einstakling um hugsanlegan bótarétt.

Áður en sá sem fyrir árásinni varð leggur fram bótakröfu í líkamsárásarmáli, er nauðsynlegt að leita ráða hjá lögmanni sem hefur reynslu af slíkum kröfum. Sá sem ráðist var á getur m.a. átt rétt á þjáningabótum, miskabótum, örorkubótum, tekjumissi, o.s.frv.