SJÓSLYS

Verði sjómenn fyrir slysi við vinnu sína, eiga þeir rétt á bótum vegna afleiðinga slyssins með sama hætti og ef um umferðarslys væri að ræða, þ.e. án tillits til þess hvort slysið verði rakið til mistaka eða vanrækslu (sjá umfjöllun um umferðarslys). Þessi breyting átti sér stað árið 2001 en fyrir þann tíma giltu sömu reglur og almennt um vinnuslys.

Sökum þess hve ríkan rétt þeir eiga sem lenda í vinnuslysi á sjó er mikilvægt að leita réttar síns, þótt tjónið kunni í upphafi að virðast smávægilegt. Einnig er mjög mikilvægt að tilkynna viðeigandi aðilum um slysið strax, t.d. vinnuveitanda og Sjúkratryggingum Íslands