Þú ert kærkominn gestur hjá Fulltingi og við tökum vel á móti þér. Við erum stærsta og reynslumesta lögmannsstofan á Íslandi sem sérhæfir sig í slysabótum og skaðabótum. Við leiðum þig í gegnum bótaferlið, útskýrum rétt þinn á mannamáli og hjálpum þér að fá þær bætur sem þú átt rétt á.
HAFA SAMBAND
Þjónustan
Ókeypis að kanna rétt þinn
Það kostar ekkert að kanna þinn rétt
Við hjá Fulltingi gjörþekkjum bótakerfið. Þannig tryggjum við að þú fáir þær bætur sem þú átt rétt á. Því fyrr sem þú leitar til okkar, þeim mun betur getum við gætt réttar þíns. Og það kostar ekkert að kanna þinn rétt!
Slysabætur eru okkar sérgrein
Það getur verið flókið að eiga við tryggingarfélög eftir slys. Við erum stærsta lögmannsstofan á Íslandi þar sem starfsmenn stofunnar sérhæfa sig eingöngu í slysabótum og skaðabótum og hafa langa reynslu á þessu sviði. Nánar
Við útskýrum rétt þinn á mannamáli og hjálpum þér að fá þær bætur sem þú átt rétt á.
Líkamstjón í kjölfar slysa veldur oft miklum breytingum á lífi fólks. Margir sem lenda í slysi upplifa sig minni máttar í samskiptum við tryggingafélög. Flestir vita ekki hvaða rétt þeir eiga eða hvernig þeir geta náð fram sínum rétti.
Við ráðleggjum öllum sem lenda í slysi að leita strax til læknis. Ef rétt er staðið að málum frá upphafi, auðveldar það okkur að gæta hagsmuna þinna. Og því fyrr sem þú leitar til okkar, því betur getum við gætt réttar þíns.
Meðal þeirra mála sem við tökum að okkur eru
umferðarslys
vélhjólaslys
slys á sjómönnum
vinnuslys
frítímaslys
Ef þú slasast stendur þú ekki jafnfætis sérfræðingum tryggingafélaganna og getur því ekki gætt hagsmuna þinna á jafnréttisgrundvelli. Þá er talsverð hætta á því að þú áttir þig ekki á þeim bótarétti sem þú kannt að eiga. Lögmaður okkar, sem er sérhæfður í meðferð þessara mála, kannar allan mögulegan bótarétt þinn og gætir fjárhagslegra hagsmuna þinna í hvívetna.
Við hjá Fulltingi leggjum áherslu á að þú sem tjónþoli tapir aldrei á að kynna þér rétt þinn. Fyrsta viðtal hjá okkur er alltaf frítt og þar er farið yfir hvort þú þurfir að greiða eitthvað í málskostnað. Við stöndum vörð um fjárhagslega hagsmuni þína.
Hafðu samband strax, ekki bíða
Því fyrr sem þú leitar til okkar, því betur getum við gætt réttar þíns. Ef þú lendir í slysi ráðleggjum við þér að leita strax til læknis. Síðan er mikilvægt að þú ráðfærir þig við sérfræðinga okkar sem allra fyrst. Nánar
Þannig tryggir þú að bótaréttur þinn glatist ekki og kemur þínum málum strax í réttan farveg.
Við sjáum um allt, frá A til Ö
Nauðsynlegt er að þú leitir strax til læknis ef þú finnur fyrir einkennum eftir slys. Síðan hefur þú samband við lögmann okkar sem tekur við þínum málum. Þannig kemur þú hagsmunum þínum strax í öruggar hendur. Nánar
Lögmaður Fulltingis sér um alla gagnaöflun fyrir þig og öll samskipti við tryggingafélögin. Hann aflar líka matsgerðar og gengur frá bótagreiðslum til þín við tryggingafélögin. Áður en gert er upp við tryggingafélagið er ávallt farið vel yfir málið með þér sem tjónþola.
Þegar þú leitar til lögmanns okkar eftir slys, fær hann umboð þitt til að vinna í málinu. Eftir það kallar hann eftir læknisvottorðum og öðrum nauðsynlegum gögnum, innheimtir útlagðan kostnað og hefur milligöngu um að dagpeningar eða tekjutap sé lagt inn á reikning þinn. Þannig sparar það þér bæði tíma, fé og fyrirhöfn að leita til sérfræðings okkar á þessu sviði og hámarkar líkur á réttlátri niðurstöðu í þínu máli.
Mikilvægt er rétt sé staðið að því að tilkynna slysið til viðkomandi tryggingafélags. Ef rangt er staðið að því og of langur tími líður frá slysinu þar til læknis er leitað, getur reynst erfitt sé að sanna að áverkar þínir tengist slysinu.
Eftir slys þarf stundum að sækja bætur á mörgum stöðum og það getur reynst flókið. Í tilviki umferðarslysa er hægt að sækja bætur úr ökutækjatryggingu en einnig geta verið fyrir hendi aukatryggingar sem tjónþoli hefur ekki vitneskju um. Í frítímaslysum getur verið um að ræða bótarétt hjá tryggingafélagi, stéttarfélagi og í sumum tilvikum hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Sérfræðingar okkar einfalda þér ferlið með því að sjá um alla gagnaöflun og öll samskipti við viðkomandi aðila fyrir þína hönd.
Í okkar augum ert þú sem viðskiptavinur þungamiðjan í fyrirtækinu. Þess vegna einbeitum við okkur að því að ná árangri fyrir þig og viljum að þú finnir til öryggis og þæginda í samskiptum við okkur.
Við þjónum viðskiptavinum okkar af þekkingu og alúð enda vitum við að hinn endanlegi dómur um gæði þjónustunnar er alltaf ánægja viðskiptavinarins.
HAFA SAMBAND
Kynning
Starfsemin
Starfsfólk Fulltingis myndar sterka liðsheild sem einkennist af sameiginlegu gildismati, einingu um hvert skuli stefna og með hvaða hætti skuli vinna að markmiðum. Við vitum að góður liðsandi, traust og starfsánægja skila sér til viðskiptavina Fulltingis í betri þjónustu.
Þessi síða notar vefkökur. Með því að smella á „Samþykkja“ heimilar þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni, greina vefnotkun og einfalda markaðssetningu.
Þessi vefsíða notast við vafrakökur til þess að bæta upplifun þína á meðan þú skoðar þig um. Hluti vafrakakanna flokkast sem nauðsynlegar og eru vistaðar í vafranum þínum til að tryggja virkni síðunnar. Að auki eru vefkökur sem hjálpa okkur að skilja hvernig viðskiptavinir nota síðuna og í markaðslegum tilgangi. Þessar vafrakökur eru vistaðar í vafranum með þínu samþykki. Þú getur afvirkjað þessar vafrakökur.
Virknisauðgandi vafrakökur hjálpa til við að framkvæma ákveðna virkni eins og að deila innihaldi vefsíðunnar á samfélagsmiðlum, safna viðbrögðum og öðrum eiginleikum þriðja aðila.
Frammistöðuauðgandi vafrakökur eru notaðar til þess að skilja og greina helstu frammistöðutölur vefsíðunnar sem hjálpar til við að skila betri notendaupplifun fyrir notendur.
Greiningarkökur eru notaðar til að skilja hvernig gestir notast gagnvirkt við vefsíðuna. Þessar vafrakökur hjálpa til við að veita upplýsingar um fjölda gesta, hopphlutfall, hvaðan notendur koma o.s.frv.
Vafrakökur ætlaðar markaðssetningu eru notaðar til þess að sýna notendum viðeigandi markaðsefni. Þessar vafrakökur safna upplýsingum til þess að sýna aðsniðnar auglýsingar.
Nauðsynlegar vafrakökur hjálpa að tryggja virkni síðunnar. Þessar vafrakökur passa að grunn- og öryggisaðgerðir séu í lagi. Upplýsingum er safnað á nafnlausan hátt.