SLYSABÆTUR

Líkamstjón í kjölfar slysa valda oft miklum breytingum á lífi fólks. Margir sem lenda í slysi upplifa sig minnimáttar þegar kemur að samskiptum við tryggingafélögin. Flestir vita ekki hvaða rétt þeir eiga eða hvernig þeir geta náð fram sínum rétti.

Við ráðleggjum öllum sem hafa lent í slysi að leita strax til læknis. Ef rétt er staðið að málum frá upphafi, auðveldar það okkur að gæta hagsmuna þinna. Því fyrr sem þú leitar til okkar, því betur getum við gætt réttar þíns.

Við erum eina lögmannsstofan á Íslandi þar sem starfsmenn stofunnar sérhæfa sig eingöngu í slysabótum og skaðabótum og hafa langa reynslu á þessu sviði. Við útskýrum rétt þinn á mannamáli og hjálpum þér að fá þær bætur sem þú átt rétt á.

Meðal þeirra mála sem við tökum að okkur eru umferðarslys, vélhjólaslys, slys á sjómönnum, vinnuslys og frítímaslys.

Kostnaður við að leita til lögmanns vegna skaðabótamála og umferðarslysa er að stærstum hluta greiddur af tryggingafélagi sem tryggir hinn bótaskylda. Þá þarf hinn slasaði ekki að greiða lögfræðikostnað fyrr en komið er að greiðslu á bótum til hans.

Í öðrum slysamálum ber tjónþoli sjálfur lögmannskostnað í málinu. Hins vegar er ljóst að óvarlegt er að ætla að láta tryggingafélagið, sem greiðir bæturnar, sjá um málið sjálft, þ.e. öflun gagna og annað slíkt.

Hinn slasaði stendur ekki jafnfætis sérfræðingum tryggingafélaganna og getur því ekki gætt hagsmuna sinna á jafnréttisgrundvelli. Þá er talsverð hætta á því að hinn slasaði átti sig ekki á bótarétti sem hann kann að eiga. Lögmaður, sem er sérhæfður í meðferð mála af þessum toga, kannar allan mögulegan bótarétt og gætir fjárhagslegra hagsmuna umbjóðanda síns í hvívetna.

Við hjá Fulltingi leggjum áherslu á að tjónþoli tapi aldrei á að kynna sér rétt sinn. Fyrsta viðtal hjá okkur er ætíð frítt og þar er farið yfir hvort tjónþoli þurfi að greiða eitthvað í málskostnað. Við stöndum vörð um fjárhagslega hagsmuni þína.

BÍLSLYS / UMFERÐARSLYS

Þegar fólk slasast af völdum bifreiðar þarf ekki að sanna sök til þess að eiga rétt á bótum. Skyldutryggingarnar gilda jafnt fyrir ökumann, farþega eða aðra sem verða fyrir tjóni af völdum bifreiðar.

VINNUSLYS

Slysatrygging launþega er skyldutrygging sem tryggð er í kjarasamningum. Þessi trygging felur í sér bótarétt vegna vinnuslysa, hvort sem slysið verður á sjó eða landi.

SJÓSLYS

Verði sjómenn fyrir slysi við vinnu sína, eiga þeir rétt á bótum vegna afleiðinga slyssins með sama hætti og ef um umferðarslys væri að ræða, þ.e. án tillits til þess hvort slysið verði rakið til mistaka eða vanrækslu.

VÉLHJÓLASLYS

Þegar einstaklingur slasast í vélhjólaslysi, hvort sem um ökumann eða farþega er að ræða, getur hann átt rétt á bótum, annaðhvort úr slysatryggingu ökumanns- og eiganda eða ábyrgðartryggingu.

FRÍTÍMASLYS

Þeir sem lenda í slysi í frítíma eiga yfirleitt lakastan rétt og í sumum tilvikum jafnvel engan. Oft gilda þá einungis frítímaslysatryggingar sem eru í fjölskyldutryggingum tryggingafélaga.

AFLEIÐING LÆKNISMEÐFERÐAR

Einstaklingur, sem telur sig bera varanlegar afleiðingar vegna meðferðar heilbrigðisstarfsmanns, getur átt rétt á bótum vegna þess.

LÍKAMSÁRÁS

Einstaklingur, sem lendir í líkamsárás, getur átt rétt á bótum frá árásarmanninum. Áður en til þess kemur er nauðsynlegt að kæra árásina til lögreglunnar sem í kjölfarið upplýsir einstakling um hugsanlegan bótarétt.