IS / EN / PL
Search
Close this search box.

Spurningar

Algengar spurningar og svör við þeim

Oft leitar fólk sjálft réttar síns hjá tryggingafélögunum eftir að það lendir í slysi. Starfsfólk tryggingafélaganna hefur sérþekkingu á sínu sviði, en tryggingafélög eru rekin eins og hver önnur fyrirtæki og reyna því að sjálfsögðu að halda kostnaði sínum í lágmarki. Þess vegna benda sérfræðingar félaganna þeim slösuðu ekki alltaf á bestu leiðina til að ná bótunum sem þeir eiga rétt á. Einnig er nauðsynlegt að þeir sem slasast leiti til réttra lækna og annarra meðferðaraðila og að nauðsynlegra gagna sé aflað frá þessum aðilum.

Sérfræðingar Fulltingis leitast ávallt við að finna bestu lausnina fyrir hvern og einn viðskiptavin. Þeir eru fulltrúar þínir og hafa a.m.k. sömu þekkingu og tryggingafélagið. Lögmenn stýra framvindu málsins og ráðleggja hinum slasaða hvernig best sé að bera sig að. Þar með tryggir þú að málsmeðferðin sé sem best.

Fyrsta viðtal við lögmann hjá Fulltingi er tjónþola alltaf að kostnaðarlausu. Annars er kostnaður við að leita til lögmanns vegna umferðarslysa og skaðabótamála að stærstum hluta greiddur af tryggingafélagi því sem greiðir hinum slasaða bætur. Kostnaður við okkar þjónustu er ekki greiddur fyrr en komið er að greiðslu bóta.

Í öðrum slysamálum ber tjónþoli sjálfur kostnað af lögfræðilegri þjónustu við málið. Þann kostnað greiðir hann þó aldrei fyrr en hann fær sjálfur greiðslu á sínum bótum. Hins vegar er ljóst að óvarlegt er að ætla að láta tryggingafélagið, sem greiðir bæturnar, sjá um málið sjálft, þ.e. öflun gagna og slíkt. Hinn slasaði stendur ekki jafnfætis sérfræðingum tryggingafélaganna og getur því ekki gætt hagsmuna sinna á jafnréttisgrundvelli. Þá er talsverð hætta á því að hinn slasaði átti sig ekki á bótarétti sem hann kann að eiga.

Slys geta gjörbreytt aðstæðum í lífi fólks. Takast þarf á við margs konar erfiðleika sem geta verið líkamlegir, sálrænir, félagslegir og ekki síst fjárhagslegir. Oft fer fólk úr jafnvægi við slys og reynir jafnvel að útiloka slysið og allt sem því tengist úr huga sér. Einnig er mjög algengt að fólk kenni sjálfu sér um slysið og fyllist sektarkennd. Allt þetta getur orðið til þess að margir sjá ekki ástæðu til að leita réttar síns til skaða- eða slysabóta.

Margir telja erfitt að leita réttar síns hjá tryggingafélögunum, lögin virðast flókin og svo bætist við óvissan um kostnað og fleira. Við hjá Fulltingi útskýrum hvaða rétt þú átt og leitum réttar þíns fyrir þig með því að gæta hagsmuna þinna í hvívetna.

Þér er velkomið að hafa samband við okkur hvenær sem þér hentar, en við bendum jafnframt á að best er að ráðfæra sig sem fyrst við lögmenn okkar eftir slys. Hafðu samband í síma 533 2050 eða sendu okkur fyrirspurn.