Héraðsdómslögmaður
Hildur Helga Kristinsdóttir
Menntun
Héraðsdómslögmaður 2014.
Háskóli Íslands, Mag. jur. próf í lögfræði 2013.
Skiptinemi við lagadeild Háskólans í Árósum 2011-2012.
Háskóli Íslands, B.A. próf í lögfræði 2011.
Menntaskólinn í Reykjavík, stúdent af fornmáladeild II 2007.
Starfsferill
Hildur Helga hóf störf sem fulltrúi hjá Fulltingi vorið 2013 eftir útskrift frá lagadeild Háskóla Íslands. Áður hafði hún unnið á stofunni samhliða meistaranámi í lögfræði. Hildur var skiptinemi við lagadeild Háskólans í Árósum veturinn 2011-2012 og tók þátt í Norrænu málflutningskeppninni vorið 2013. Fyrr á námsferlinum starfaði Hildur hjá Gjaldheimtunni þar sem hún sinnti störfum tengdum lögfræðiinnheimtu.
Áhugamál
Tónlist og söngur, matreiðsla, kvikmyndir, fjallgöngur og útivist.
Starfssvið
Vátryggingaréttur og skaðabótaréttur.