Haukur Freyr Axelsson hefur gengið til liðs við eigendahóp Fulltingis slf.
Haukur hefur starfað sem fulltrúi hjá Fulltingi frá árinu 2014 en á árunum 2012 – 2014 var hann lögfræðingur hjá Einkaleyfastofunni.
Haukur varð héraðsdómslögmaður árið 2013 og síðan landsréttarlögmaður 2020. Hann brautskráðist með mag. jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2012.
Helstu starfssvið Hauks eru skaðabótaréttur og vátryggingaréttur.
Eiginkona Hauks er Þórkatla Hauksdóttir, verkfræðingur. Saman eiga þau tvö börn.
Fulltingi er stærsta lögmannsstofa á Íslandi sem sérhæfir sig í slysa- og skaðabótum.