Sjóslys
Sjóslys
Ríkur réttur til bóta
Sjómennska getur verið hættulegt starf og því eiga sjómenn ríkan bótarétt. Ef þú slasast við vinnu á sjó, átt þú rétt á bótum vegna afleiðinga slyssins með sama hætti og ef þú hefðir lent í umferðarslysi, þ.e. án tillits til þess hvort slysið verði rakið til mistaka eða vanrækslu (sjá umfjöllun um umferðarslys).
Þú getur m.a. átt rétt á greiðslu bóta vegna:
- þjáningar
- tekjutaps
- miska
- örorku
- útlagður kostnaður vegna slyssins
Vegna þess hve mikinn rétt þeir eiga sem lenda í vinnuslysi á sjó, er mikilvægt að þú sem tjónþoli leitir réttar þíns, jafnvel þótt tjónið kunni að virðast smávægilegt í upphafi. Einnig er mjög brýnt að tilkynna viðeigandi aðilum um slysið strax, t.d. vinnuveitanda og Sjúkratryggingum Íslands.