IS / EN / PL
Search
Close this search box.

Frítímaslys

Þröngur rammi

Þeir sem lenda í slysi í sínum eigin frítíma eiga yfirleitt lakastan rétt og í sumum tilvikum jafnvel engan. Oft gilda þá einungis frítímaslysatryggingar sem eru í fjölskyldutryggingum tryggingafélaga. Þó geta slysatryggingar launþega gilt, ef hinn slasaði fellur undir kjarasamning sem gerir ráð fyrir bótum í frítíma. 

Ef hinn slasaði er með almenna slysatryggingu, gildir hún um frítímaslys sem og slys í vinnu. Þá er rétt að taka fram að verði slys í frítíma, getur það verið bótaskylt úr ábyrgðartryggingu, ef einhver annar ber ábyrgð á slysinu, beint eða óbeint.

Tryggingafélög bjóða upp á ýmiss konar fjölskyldutryggingar og í mörgum þeirra er slysatrygging í frítíma innifalin. Slík trygging greiðir til dæmis  bætur vegna slysa sem hjólreiðamenn verða fyrir í frístundum á götuhjóli.

Frítímaslys portrait
Frítímaslys landscape