IS / EN / PL

Breytingar hjá Fulltingi

Haukur Freyr Axelsson hefur gengið til liðs við eigendahóp Fulltingis slf.

Haukur Freyr Axelsson hefur gengið til liðs við eigendahóp Fulltingis slf.

Haukur hefur starfað sem fulltrúi hjá Fulltingi frá árinu 2014 en á árunum  2012 – 2014 var hann lögfræðingur hjá Einkaleyfastofunni.

Haukur varð héraðsdómslögmaður árið 2013 og síðan landsréttarlögmaður 2020. Hann brautskráðist með mag. jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2012.

Helstu starfssvið Hauks eru skaðabótaréttur og vátryggingaréttur.

Eiginkona Hauks er Þórkatla Hauksdóttir, verkfræðingur. Saman eiga þau tvö börn.

Fulltingi er stærsta lögmannsstofa á Íslandi sem sérhæfir sig í slysa- og skaðabótum.

Fleiri greinar