Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í samfélaginu höfum við hjá Fulltingi gripið til eftirfarandi öryggisráðstafana:
- Starfsfólki fyrirtækisins hefur verið skipt í tvö teymi sem skiptast á að mæta á skrifstofuna á Höfðabakka 9. Á meðan þjóna aðrir starfsmenn viðskiptavinum heiman að.
- Viðskiptavinir eru hvattir til að takmarka komur á skrifstofuna í öryggisskyni nema þegar um ný mál er að ræða.
- Þægilegt er að hafa samband við okkur í síma 533-2050 eða nota netföngin okkar á heimasíðunni.
- Við tökum gjarnan á móti gögnum í pósthólf á 1. hæð (t.d. kvittunum vegna kostnaðar).
Við þessar aðstæður setjum við heilsu og öryggi viðskiptavina og starfsmanna ofar öllu.