IS / EN / PL

Dómur Héraðsdóms Norðurlands í máli nr. E-22/2010

Stefnandi málsins slasaðist alvarlega þegar hann var að leik á vélsleða ásamt tveimur öðrum. Var leikur þeirra fólginn í því að stökkva á vélsleðum yfir veg og keyra aftur yfir veginn tilbaka. Slysið atvikaðist þannig að stefnandi varð fyrir skíði vélsleða sem var stokkið yfir veginn er hann var við það að koma upp á veginn hinu megin frá. Er atvik gerðust var stefnandi 15 ára og hafði ekki öðlast ökuréttindi. Talið var að stefnandi hefði sýnt af sér gáleysi með því að gera sér að leik að stökkva ásamt félögum sínum yfir akbraut á vélknúnum vélsleða, en jafnframt að misskilnings virtist hafa gætt í samskiptum stefnanda við þann sem stökk á móti honum rétt fyrir hið afdrifaríka stökk. Ekki var hins vegar talið sannað að stefnandi hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og því var ekki heimilt að svipta hann greiðslu bóta vegna slyssins.

Sjá allan dóminn á vef héraðsdómstólanna

Fleiri greinar