IS / EN / PL

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4232/2011

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

A varð fyrir slysi er hann hjólaði að kvöldi til á keðju sem strengd hafði verið yfir gangstíg sem liggur um lóð Menntaskólans á Ísafirði. Kastaðist A af hjólinu og varð fyrir líkamstjóni. Höfðaði A mál þar sem krafist var viðurkenningar á skaðabótaábyrgð Íslenska ríkisins vegna þess tjóns sem hann varð fyrir í slysinu. A byggði á því fyrir dómi að merkingar á keðjunni hafi verið ófullnægjandi auk þess sem lýsingu á svæðinu hafi verið ábótavant. Vitni báru um það fyrir dómi að keðjan sem A hjólaði á hafi verið illsjáanleg í myrkri og að ljósastaurar hafi ekki varpað birtu yfir svæðið. Íslenska ríkið byggði á því að A ætti sjálfur sök á slysinu þar sem gangstígurinn hafi ekki verið ætlaður umferð hjólreiðamanna auk þess sem A hefði hjólað of hratt í aðdraganda slyssins.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hjólreiðamönnum hafi verið heimil för um gangstíginn og því máttu umráðamenn Menntaskólans á Ísafirði gera ráð fyrir slíkri umferð á stígnum. Þá væri ósannað að A hefði hjólað of hratt í aðdraganda slyssins. Byggt var á því að A hafi mátt treysta því að ekki væru hættur eða hindranir til staðar á gangstígnum, en væru þær til staðar, þá væru þær sýnilegar vegfarendum. Á það skorti í umrætt sinn og var það talinn vanbúnaður sem Íslenska ríkið ber ábyrgð á. Var því viðurkennd skaðabótaábyrgð Íslenska ríkisins vegna líkamstjóns A.

Fleiri greinar