IS / EN / PL

Dómur Landsréttar í máli nr. 537/2020

Í dómi Landsréttar var fallist á það að skjólstæðingur Fulltingis ætti rétt á að fá meðferð sína hjá heilsunuddara bætta.

Nýlega féll dómur í Landsrétti í máli nr. 537/2020. Þar hafði skjólstæðingur Fulltingis lent í tveimur umferðarslysum og orðið fyrir líkamstjóni. Í kjölfar slysanna leitaði hún bæði til sjúkraþjálfara og heilsunuddara að læknisráði. Tryggingafélagið greiddi fyrir meðferðina hjá sjúkraþjálfaranum en hafnaði að greiða fyrir meðferð heilsunuddara þar sem viðkomandi væri ekki löggildur heilbrigðisstarfsmaður. Í dómi Landsréttar var fallist á það að skjólstæðingur Fulltingis ætti rétt á að fá meðferð sína hjá heilsunuddara bætta. Meðferðin hefði verið sótt að læknisráði og mati heimilislæknis á gagnsemi meðferðarinnar hefði ekki verið hnekkt. Því hefði verið um nauðsynlegan og eðlilegan sjúkrakostnað samkvæmt 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga að ræða, sem tryggingafélaginu væri skylt að bæta. Landsréttur taldi það ekki hafa þýðingu að heilsunuddarinn væri ekki löggildur heilbrigðisstarfsmaður.

Fleiri greinar