Nú á dögunum hlaut Fulltingi viðurkenninguna „fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2019“. 15 fyrirtæki eru valin í hverjum stærðarflokki, þ.e. stór, meðalstór og lítil, út frá vinnumarkaðskönnun sem er framkvæmd árlega af VR. Við erum stolt af þeirri öflugu mannauðsstjórnun sem ríkir innan Fulltingis og erum sérstaklega þakklát fyrir þessa staðfestingu og viðurkenningu. Ánægja á vinnustað skilar sér í betri þjónustu við viðskiptavini. Þetta er 3. árið í röð sem Fulltingi stimplar sig inn meðal fremstu fyrirtækja landsins.