IS / EN / PL

Fulltingi fyrirtæki ársins

Fulltingi hlaut á dögunum titilinn fyrirtæki ársins á Íslandi, 2018. Viðurkenningin kemur í kjölfar stærstu vinnumarkaðskönnunar sem gerð er á Íslandi á ári hverju. Þar er Fulltingi á meðal efstu fyrirtækja í sínum flokki annað árið í röð.

Í könnunni er horft til níu lykilþátta í starfsumhverfi fyrirtækja, sem dæmi starfsanda, jafnrétti og hvort starfsmenn séu stoltir af starfsemi vinnustaðarins. Frá upphafi höfum við lagt mikið upp úr því að fyrirtækið sé starfrækt sem liðsheild og að starfsmenn upplifi sig á jafnréttisgrundvelli. Við höfum skýra stefnu um jafnrétti kynjanna, að starfsfólk fái frelsi til þess að taka frumkvæði í starfi og að traust ríki í samskiptum innan fyrirtækisins.

Við trúum því að ánægt starfsfólk sé í betri stöðu til að ná árangri og að samlegðaráhrifin frá þessum þáttum skili sér í betri þjónustu til okkar viðskiptavina. Við erum því afar þakklát að fá staðfestingu á því að við séum á réttri leið í mannauðsmálum og ásetjum okkur að viðhalda þeim árangri á komandi árum.

 

   

Fleiri greinar