Play Video about Skákmót, Fulltingi
Fulltingi er bakhjarl stærsta innlenda kappskákmótsins árið 2023. Rúmlega 50 skákmenn á öllum aldri og báðum kynjum taka þátt, þar af 19 alþjóðlegir titilhafar.
Í þessum hópi eru nokkrir af öflugustu og efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar.
Teflt er á mánudögum kl. 19.30 í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ og eru gestir velkomnir.
Mótinu lýkur mánudaginn 27. febrúar kl. 19.30 með hraðskákkeppni og er öllu skákáhugafólki heimil þátttaka í henni.