IS / EN / PL
Search
Close this search box.

Afleiðing læknismeðferðar

Mistök ekki forsenda

Ef þú telur þig hafa orðið fyrir varanlegum neikvæðum afleiðingum af meðferð heilbrigðisstarfsmanns, t.d. læknis eða hjúkrunarfræðings, hvort sem er á sjúkrahúsi í eigu ríkisins eða á einkastofu, getur þú átt rétt á bótum vegna þess.

Ekki skilyrði að mistök eða saknæm háttsemi hafi átt sér stað, heldur getur t.d. verið um að ræða fylgikvilla meðferðar eða rannsóknar sem er meiri en svo að sanngjarnt teljist að láta þig sem sjúkling bera hann bótalaust.

Slík mál geta verið mjög flókin og því mikilvægt er að þú ráðfærir þig við lögmann okkar um rétt þinn. Fyrsta viðtal er alltaf ókeypis hjá okkur!

Uppgjör bóta fer fram á grunni skaðabótalaga og þú sem tjónþoli getur átt rétt á greiðslu vegna:

  • þjáningar
  • tekjutaps 
  • miska 
  • örorku 
  • annars fjártjóns.


Heilbrigðisstarfsmenn eru tryggðir, ýmist af íslenska ríkinu eða vátryggingafélögum.

Afleiðing portrait
Afleiðing læknismeðferðar landscape