Slysatryggingin er lögboðin eins og ábyrgðartryggingin. Ekki þarf að sanna sök til að eiga rétt á bótum vegna umferðarslyss. Bótarétturinn er einfaldlega fyrir hendi ef slys verður. Algengt er að fólk átti sig ekki á bótarétti sínum eftir umferðarslys, verði það fyrir líkamstjóni. Það er t.d. útbreiddur misskilningur að fólk í órétti eigi ekki bótarétt vegna líkamstjóns sem það verður fyrir í umferðarslysi. Þetta er alrangt. Stór hluti af iðgjaldi fyrir hverja bifreið fer til tryggingar sem nefnist slysatrygging ökumanns og eiganda. Sú trygging á að gera ökumanninn jafnsettan farþegum. Bótaskylt tryggingafélag á að bæta þeim sem lenda í umferðarslysum eftirtalið: