IS / EN / PL
Search
Close this search box.

Vinnuslys

Tryggt í kjarasamningum

Ef þú ert launþegi er slysatrygging launþega tryggð þér í kjarasamningum. Þessi trygging er  skyldutrygging sem veitir þér bótarétt vegna vinnuslysa. Þá átt þú sem hinn slasaði rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands. Rétturinn til bóta úr slysatryggingu launþega og hjá Sjúkratryggingum Íslands er óháður því að einhver hafi valdið slysinu af gáleysi. Verði slysið rakið til atvika, sem vinnuveitandi ber ábyrgð á, t.d. vegna vanbúnaðar eða mistaka starfsmanna hans, getur verið um skaðabætur að ræða úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda.

Mjög mikilvægt er að slys sé tilkynnt strax, t.d. til Sjúkratrygginga Íslands, Vinnueftirlits ríkisins og tryggingafélags. Bætur úr framangreindum tryggingum eru mismunandi en yfirleitt eru eftirfarandi bótaliðir:

  1. Dagpeningar.
  2. Bætur fyrir læknisfræðilega örorku.

Ef vinnuslys er skaðabótaskylt, eiga launþegar eftirtalinn rétt:

  1. Útlagðan kostnað vegna slyssins s.s. kostnað vegna heimsókna til lækna, kostnað vegna sjúkrabifreiða, lyfjakostnað, sjúkraþjálfunarkostnað ofl. ásamt tjóni á fatnaði.
  2. Tekjutap. Verði hinn slasaði óvinnufær vegna slyss á hann rétt á að fá tekjutapið greitt frá tryggingafélaginu eftir að launarétti lýkur hjá vinnuveitanda, þar til stöðugleikamarki er náð.
  3. Þjáningarbætur.
  4. Miskabætur.
  5. Bætur fyrir varanlega örorku.
  6. Lögfræðikostnað að stærstum hluta.
Vinnusl-landscape