IS / EN / PL

Úrskurður í máli nr. 115/2011 hjá Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

Í málinu var deilt um atvik slyss sem M lenti í þegar hann var að sópa á vinnusvæði  og steig í sprungu á steyptum palli og féll við það aftur fyrir sig með þeim afleiðingum að hann brákaðist á hægri handlegg. Hvorki lögregla né Vinnueftirlit voru kölluð á staðinn heldur framkvæmdi vinnuveitandi sjálfur athugun á orsökum slyssins. Samkvæmt skýrslu vinnuveitanda var talið að slysið mætti rekja til þess að gólf hafi verið óslétt, lýsing léleg og þrengsli við þær aðstæður þar sem M var að sópa. Vátryggingafélag vinnuveitandans hafnaði bótaskyldu með þeim rökum að M hafi fengið starfsþjálfun og þrátt fyrir skamman starfstíma þekkti hann vel til aðstæðna og hafði margoft unnið við þrif á umræddu svæði. Auk þess væri um að ræða verk sem þarfnaðist ekki sérstakrar verkstjórnar.

Í niðurstöðu úrskurðarnefndar segir að ekki var gætt að því að kalla til Vinnueftirlit ríkisins í kjölfar slyssins. Þegar litið væri til þessa og hver orsök slyssins voru talin vera samkvæmt rannsóknarskýrslu vinnuveitandans yrði að telja nægilega sannað að slysið mætti rekja til ófullnægjandi aðstæðna þar sem M var að störfum er hann slasaðist. Taldi nefndin því að vinnuveitandi ætti að bera ábyrgð á líkamstjóni M sem hann hlaut í slysinu og ekki voru efni til að skerða bótarétt M vegna meðábyrgðar hans.Úrskurðaði nefndin því að M ætti rétt á fullum bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu vinnuveitanda.

Fleiri greinar