IS / EN / PL
Search
Close this search box.

Úrskurður í máli nr. 311/2011 hjá Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Í málinu var deilt um atvik umferðarslyss sem M lenti í en tryggingafélagið taldi að M hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar hún tók sér far með ökumanni sem var óhæfur að stjórna ökutæki í skilningi 45.gr.a. umferðarlaga. M hélt því fram að hún hefði ekki vitað um ástand ökumannsins enda höfðu þau eingöngu ekið stutta vegalengd þegar slysið átti sér stað.

Í niðurstöðu úrskurðarnefndar segir að tryggingafélagið beri sönnunarbyrðina fyrir því að M hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar hún tók sér far með ökumanni sem var óhæfur til aksturs. Tryggingafélagið hafði hvorki sýnt fram á það með gögnum að ökumaðurinn hefði verið í óhæfu ástandi jafnvel þó líkur stæði til þess né sýnt fram á það að M hafi vita af því ástandi. Úrskurðaði nefndin því að M ætti rétt á fullum bótum úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar.

Fleiri greinar