IS / EN / PL

Úrskurður í máli nr. 409/2010 hjá Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

Í málinu var deilt um rétt barna G til bóta vegna missis framfæranda, en G lést í vinnuslysi 2009. G vann sem sjálfstæður verktaki hjá A og var að vinna við að skipta út bárujárni á þriggja hæða íbúðarblokk þegar hann rann og féll fram af þakinu 9 metra niður á grasflöt og lést. Vátryggingafélag A féllst á bótaskyldu en taldi að skerða ætti bætur til barna G vegna eigin sakar hans, m.a. vegna þess að G hafi verið sjálfstæður verktaki og hafi því borið að hlutast til um að öryggi á vinnustað væri fullnægjandi.

Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöður að G hafði ekkert með öryggi eða aðbúnað á vinnustað að gera. A hafði gert munnlegan verktakasamning við G hálfum mánuði fyrir slysið, þar sem G lagði til eigin verkfæri en laut að öðru leyti stjórn A og var hluti hóps sem vann við framkæmdir á vegum A. Taldi nefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að G hafi haft nokkrar aðstæður eða möguleika til að hafa afskipti af eða ráða nokkru um öryggismál á verkstað. Þá hafi ekki verið sýnt fram á það af hálfu vátryggingafélags A að nokkrar þær aðstæður hafi verið fyrir hendi sem valdi því að G beri hluta tjóns síns vegna eigin sakar. Taldi nefndin því A bæri fulla ábyrgð á því hvernig fór og því ættu börn G rétt á fullum bótum vegna missis framfæranda úr frjálsri ábyrgðartryggingu A

Fleiri greinar