Hver stendur Vörð um þína hagsmuni?

Árið 2013 lenti maður í alvarlegu umferðarslysi þar sem hann ók bifhjóli sínu aftan á bifreið. Niðurstaða Hæstaréttar sýnir mikilvægi þess að þeir sem slasast leiti til sérfræðinga þegar slys ber að höndum.

Hæstaréttadómur nr. 10/2015 frá 21. maí 2015

A gegn Tryggingamiðstöðinni hf. http://www.haestirettur.is/domar?nr=10461 A lenti í umferðarslysi þann 24. nóvember 2008 er hún ók bifreið aftan á jeppabifreið eftir að ökumaður jeppabifreiðarinnar hemlaði skyndilega. A reyndi þá einnig að stöðva bifreið sína en við það rann bifreið A stjórnlaust áfram í hálku og skall aftan á krók jeppabifreiðarinnar. Þar sem engar skemmdir sáust […]

Hæstaréttardómur nr. 72/2015

A gegn Sjúkratryggingum Íslands Í málinu greindu A og S fyrst og fremst á um hvort tjón A af völdum mistaka við lyfjagjöf hjá heilsugæslustöð hefðu valdið varanlegri skerðingu á getu hennar til að afla sér vinnutekna skv. 1. mgr. 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu. […]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1930/2014

Í málinu var ágreiningur um hvaða viðmiðunarlaun bæri að leggja til grundvallar útreikningi á varanlegri örorku stefnanda. Tryggingafélag stefnanda vildi að miðað yrði við lágmarkslaun skaðabótalaga. Stefnandi vildi að miðað yrði við meðallaun hjúkrunarfræðinga, því á slysdegi hafði hún lokið við 52,5% af námi í hjúkrunarfræði. Það skipti stefnanda miklu máli hvort miðað yrði við meðallaun […]

Úrskurður í máli nr. 15/2014 hjá Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum

Í málinu var deilt um atvik vinnuslyss sem M varð þegar hann var ásamt tveimur samstarfsmönnum sínum að taka niður vinnupall sem var utan á tanki sem stóð upp úr þaki verksmiðju. Þegar þeir höfðu lokið verki sínu gengu M og samstarfsmaður hans réttsælis í kringum tankinn á þakinu til að fullvissa sig um að […]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4232/2011

A varð fyrir slysi er hann hjólaði að kvöldi til á keðju sem strengd hafði verið yfir gangstíg sem liggur um lóð Menntaskólans á Ísafirði. Kastaðist A af hjólinu og varð fyrir líkamstjóni. Höfðaði A mál þar sem krafist var viðurkenningar á skaðabótaábyrgð Íslenska ríkisins vegna þess tjóns sem hann varð fyrir í slysinu. A […]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4766/2011

B varð fyrir slysi er hann féll um járnrör á leið sinni út af vinnustað sínum í Reykjavík. Á slysdegi var vann fyrirtækið C ehf. að byggingu vinnupalla við vinnustað B og við inngang að lager vinnustaðarins hafði stæðu af pallefni verið komið fyrir, en út úr þessari stæðu stóð járnstöngin. B kvaðst fyrir dómi […]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1448/2011

A varð fyrir vinnuslysi við störf sín sem flugvirki fyrir stefnda, Icelandair ehf., í flugskýli á Keflavíkurflugvelli er hann féll niður af vinnupalli og slasaðist við það illa á fæti. Var A að vinna við uppsetningu á vinstri væng er slysið varð en við þá vinnu er notast við þar til gerða vinnupalla. Stóðu tveir […]